Benedikt hellir sér yfir Frosta Logason og sakar um lágkúru, dylgjur og ómerkilegheit Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 16:45 Víst er að enginn er annars bróðir í leik. Benedikt segir þessa lágkúru koma úr óvæntri átt. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25