Það er yfirleitt vel þegið að fá einn afsláttardag svona rétt fyrir hátíðirnar þar sem innkaupalistinn er í lengri kantinum og fögnum við því að íslenskar verslanir eru að taka við sér í þessum málum líka.
Samkvæmt heimildum Glamour munu þó nokkrar tískuvöruverslanir taka þátt í gleðinni og því tilvalið að kíkja í búðir á morgun og gera góð kaup. Hér fyrir neðan má sjá smá upptalningu af þeim sem við vitum um að ætla að bjóða upp á afsláttardag í tískugeiranum.

Verslanir NTC ætla að bjóða upp á 20 prósent afslátt af öllum vörum nema í Kúltúr og Eva þar sem verður 15 prósent afsláttur.
Þá munu verslanir Bestseller, Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name It einnig taka þátt í gleðinni og vera með girnileg tilboð.
Skór.is, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage, Ecco og Air í Smáralind eru með 20 prósent af öllum vörum á morgun sem vert er að kíkja á.
Góða skemmtun en passið ykkur að láta kaupgleðina ekki fara alveg með ykkur eins og vinir okkar Vestanhafs sem má sjá á þessu myndbandi frá svörtum föstudegi fyrir nokkrum árum.