Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 18:40 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór „Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04