Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 19:01 Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. Vísir/Ernir „Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40