Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 19:01 Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. Vísir/Ernir „Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
„Pendúllinn er að snúast myndi ég segja frá Katrínu yfir á miðjuna til Framsóknarflokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun ríkisstjórnar. Stefanía segir að ljóst sé að eftir upp úr slitnaði úr viðræðum á milli VG og annarra flokka hafi möguleikunum fækkað, miðjuflokkarnir séu í lykilstöðu. „Það er ljóst að í stjórnarmyndunarferlinu hafa miðjuflokkar nokkurn veginn í hendi sér hvernig fer, oftast nær. Það hefur bara gerst einu sinni að það sé mynduð ríkisstjórn af flokkunum sem liggja lengst til vinstri og lengst til hægri,“ segir Stefanía. Þar horfir Stefanía helst til Framsóknarflokksins sem beðið hefur á hliðarlínunni á meðan miðjuflokkarnir Björt framtíð og Viðreisn hafa tekið þátt í viðræðum.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Það virtist blasa við að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar til að hafa um að segja hvers konar stjórn yrði,“ segir Stefanía en það að viðræður þeirra við tvo mismunandi kosti hafi fækkað möguleikunum. „Þá finnst mér að það hljóti að blasa við að Framsóknarflokkurinn sem er hinn hefðbundni flokkur í miðju flokkakerfisins sé aftur orðinn líklegur til að koma að ríkisstjórn en af var látið í upphafi,“ segir Stefanía. Óvíst er hvað Katrín gerir nú en Stefanía segir að hún hafi þann möguleika að koma Framsóknarflokkinum inn í viðræður, annaðhvort í vinstri stjórn í stað Viðreisnar eða í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir að síðari kosturinn hugnist flokksmönnum VG ekki. Ljóst sé þó að leiðtogar flokkanna þurfi nú að fara að slá af sínum ýtrustu kröfum eftir tvær misheppnaðar tilraunir til myndunar ríkisstjórnar. Þetta viti reyndari stjórnmálamenn. „Það held ég að þessi reyndari stjórnmálamenn átti sig á og þeir finni þá að það verði auðveldara að selja sínum stuðningsmönnum að koma á praktískri stjórn til að koma framfaramálum í framkvæmd.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín enn með nokkur spil á hendi til myndunar stjórnar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur mat á það í dag hvort hún heldur áfram þreifingum um myndun ríkisstjórnar eða skilar umboðinu til forseta Íslands. 24. nóvember 2016 12:09
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40