Handbolti

Stelpurnar hans Þóris byrja undirbúninginn fyrir EM vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir stýrði sínum stelpum til sigurs í kvöld.
Þórir stýrði sínum stelpum til sigurs í kvöld. vísir/anton
Norska kvennalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því danska, 31-25, á Mobelringen Cup, æfingamóti í Noregi, í kvöld.

Auk Noregs og Danmerkur taka Rússland og Frakkland þátt í mótinu sem er liður í undirbúningi fyrir EM í Svíþjóð í næsta mánuði. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar eiga titil að verja á EM en þær urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum.

Marit Malm Frafjord var markahæst í norska liðinu með sjö mörk. Amanda Kurtovic skoraði sex mörk og Camilla Herren og Nora Mörk fimm mörk hvor.

Norsku stelpurnar gáfu tóninn með því að komast í 4-0 eftir sex mínútur. Þær leiddu allan leikinn og hleyptu Dönum aldrei nálægt sér. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 31-25.

Í hinum leik riðilsins unnu Ólympíumeistarar Rússa sjö marka sigur á Frökkum, 30-23.

Noregur mætir Frakklandi í næsta leik sínum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×