Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 13:11 Össur rýnir í hina pólitísku stöðu: "Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“ Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira