Youssef Toutouh tryggði FCK enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrn, en hann tryggði liðinu sigur gegn Lyngby í dag, 1-0.
Eina mark leiksins kom á ellefu mínútnu, en Hallgrímur Jónasson stóð vaktina allan tímann í vörn Lyngby.
FCK er með tólf stiga forskot á Bröndby, en þeir eiga þó leik til góða. FCK hefur enn ekki tapað leik, en þeir hafa unnið þrettán leiki og gert fimm jafntefli.
Lyngby er í fimmta sætinu með 27 stig.
