Kvennalandsliðið í handbolta kom illa út úr þrekmælingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2016 18:49 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira