Michael Kors á hraðri niðurleið Ritstjórn skrifar 28. nóvember 2016 09:00 Michael Kors ásamt Zendaya, en hann hefur klætt allar helstu störnurnar á seinustu árum. Mynd/Getty Það er ansi stutt síðan Michael Kors var eitt vinsælasta tískumerki heims en það lá við að flestar konur ættu annaðhvort töskur, úr eða kortaveski frá bandaríska hönnuðinum. Kors sló í gegn ekki aðeins vegna hönnunar sinnar heldur góðrar verðlagningar. Nú hafa vinsældirnar hins vegar dottið gífurlega mikið niður en sölutölurnar fyrir næsta ársfjórðung eru taldar vera 7.6 prósent minni heldur en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þetta heldur fyrirtækið áfram að opna hundruðir búða út um allan heim. Michael Kors varð fyrir tveimur árum einn af fáum fatahönnuðum sem varð virði yfir billjón dollara. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að sá titill haldist ef að fyrirtækið fer ekki að hægja á sér og huga betur að fjárhaginum. Það sem varð merkinu af falli verður að teljast vera gífurlegar vinsældir þess fyrir nokkrum árum. Viðskiptavinurinn virðist hafa fengið leið á vörunum og það er lítið af nýju og spennandi úrvali í boði til þess að laða fólk að aftur. Mest lesið Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour Nú er það svart Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Lagerfeld í hótelbransann Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour
Það er ansi stutt síðan Michael Kors var eitt vinsælasta tískumerki heims en það lá við að flestar konur ættu annaðhvort töskur, úr eða kortaveski frá bandaríska hönnuðinum. Kors sló í gegn ekki aðeins vegna hönnunar sinnar heldur góðrar verðlagningar. Nú hafa vinsældirnar hins vegar dottið gífurlega mikið niður en sölutölurnar fyrir næsta ársfjórðung eru taldar vera 7.6 prósent minni heldur en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þetta heldur fyrirtækið áfram að opna hundruðir búða út um allan heim. Michael Kors varð fyrir tveimur árum einn af fáum fatahönnuðum sem varð virði yfir billjón dollara. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að sá titill haldist ef að fyrirtækið fer ekki að hægja á sér og huga betur að fjárhaginum. Það sem varð merkinu af falli verður að teljast vera gífurlegar vinsældir þess fyrir nokkrum árum. Viðskiptavinurinn virðist hafa fengið leið á vörunum og það er lítið af nýju og spennandi úrvali í boði til þess að laða fólk að aftur.
Mest lesið Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour Nú er það svart Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Lagerfeld í hótelbransann Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour