Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 10:28 Gunnar Bragi Sveinsson segir alvarlegt ef að matvæli eru merkt með villandi hætti. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir að mál Brúnegg ehf sé sjokkerandi. Hann heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við að fara yfir verkferla. Hann segir það grafalvarlegt ef matvæli eru merkt með villandi hætti. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. „Þetta er náttúrulega bara mjög sjokkerandi ef ég á að segja alveg eins og er. Það sem við gerum núna er að við erum bara að fara yfir þetta mál frá A til Ö. Ef eitthvað hefur klikkað, hvar það er og hvort það er vegna þess að menn höfðu ekki nægar heimildir eða hvað sem er. Eins og kom fram í þættinum er búið að gera fjölda athugasemda við þetta fyrirtæki. En einhvernveginn hefur þeim tekist samt að fá alltaf frest, og það er eitthvað sem við skoðum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrðiHann segist fyrst hafa heyrt af málinu fyrir nokkrum dögum síðan, en að málið hafi fyrst komið á borð ráðuneytisins árið 2013. „Ég heyrði fyrst af þessu máli bara fyrir nokkrum dögum. En fyrsta vitneskja um þetta í ráðuneytinu virðist vera 2013 þegar það kemur tölvupóstur frá matvælastofnun held ég að það hafi verið inn í ráðuneytið. Málið er sett í farveg. Síðan hættir sá starfsmaður sem var með málið og einhvernvegin í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt íe inhvern tíma. Og það er eitt af því sem við þurfum að skoða hérna hjá okkur. En svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki vitað af þessu fyrr en 2013.“ Hann segist ekki getað sagt neitt um hvort að endurskoða þurfi verkferla hjá Matvælastofnun um eftirlit með matvælaframleiðslu. „Ég þarf fyrst að tala við matvælastofnun og fara yfir málið í ráðuneytinu. Meðal annars hvort menn hafi haft nægar heimildir, hvort að það sé of mikið langlundargeð þegar svona kemur upp. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða, ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta núna.“ Sjá einnig: Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekkingGunnar Bragi segir jafnframt að grafalvarlegt sé ef að framleiðendur séu að nota merkingar á matvæli sem ekki eru í gildi. Brúnegg merkir vöru sína sem vistvæna landbúnaðarafurð, en sú merking er ekki lengur í gildi. „Þetta merki var fellt úr gildi fyrir einu eða tveimur árum síðan og það var auglýst með hefðbundnum leiðum á vef ráðuneytisins og í lögbirtingarblaðinu þegar reglugerðinni var breytt. Þannig að það eru einhverjir aðrir en ráðuneytið sem þurfa að taka á því ef verið er að nota merki eða blekkja neytendur þannig. Hins vegar er það auðvitað grafalvarlegt mál ef menn eru að nota einhver merki sem eru ekki til og þykjast vera að framleiða undir einhverjum merkjum sem eru ekki heldur til.“ Brúneggjamálið Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir að mál Brúnegg ehf sé sjokkerandi. Hann heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við að fara yfir verkferla. Hann segir það grafalvarlegt ef matvæli eru merkt með villandi hætti. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. „Þetta er náttúrulega bara mjög sjokkerandi ef ég á að segja alveg eins og er. Það sem við gerum núna er að við erum bara að fara yfir þetta mál frá A til Ö. Ef eitthvað hefur klikkað, hvar það er og hvort það er vegna þess að menn höfðu ekki nægar heimildir eða hvað sem er. Eins og kom fram í þættinum er búið að gera fjölda athugasemda við þetta fyrirtæki. En einhvernveginn hefur þeim tekist samt að fá alltaf frest, og það er eitthvað sem við skoðum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrðiHann segist fyrst hafa heyrt af málinu fyrir nokkrum dögum síðan, en að málið hafi fyrst komið á borð ráðuneytisins árið 2013. „Ég heyrði fyrst af þessu máli bara fyrir nokkrum dögum. En fyrsta vitneskja um þetta í ráðuneytinu virðist vera 2013 þegar það kemur tölvupóstur frá matvælastofnun held ég að það hafi verið inn í ráðuneytið. Málið er sett í farveg. Síðan hættir sá starfsmaður sem var með málið og einhvernvegin í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt íe inhvern tíma. Og það er eitt af því sem við þurfum að skoða hérna hjá okkur. En svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki vitað af þessu fyrr en 2013.“ Hann segist ekki getað sagt neitt um hvort að endurskoða þurfi verkferla hjá Matvælastofnun um eftirlit með matvælaframleiðslu. „Ég þarf fyrst að tala við matvælastofnun og fara yfir málið í ráðuneytinu. Meðal annars hvort menn hafi haft nægar heimildir, hvort að það sé of mikið langlundargeð þegar svona kemur upp. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að skoða, ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta núna.“ Sjá einnig: Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekkingGunnar Bragi segir jafnframt að grafalvarlegt sé ef að framleiðendur séu að nota merkingar á matvæli sem ekki eru í gildi. Brúnegg merkir vöru sína sem vistvæna landbúnaðarafurð, en sú merking er ekki lengur í gildi. „Þetta merki var fellt úr gildi fyrir einu eða tveimur árum síðan og það var auglýst með hefðbundnum leiðum á vef ráðuneytisins og í lögbirtingarblaðinu þegar reglugerðinni var breytt. Þannig að það eru einhverjir aðrir en ráðuneytið sem þurfa að taka á því ef verið er að nota merki eða blekkja neytendur þannig. Hins vegar er það auðvitað grafalvarlegt mál ef menn eru að nota einhver merki sem eru ekki til og þykjast vera að framleiða undir einhverjum merkjum sem eru ekki heldur til.“
Brúneggjamálið Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09