Þessir 7 keppa um bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:51 Toyota C-HR er einn þeirra bíla sem komnir eru í úrslit. Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit. Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent
Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent