Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 11:59 Óttarr og Benedikt. Vísir/'Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00