Trump hefur rætt við níu þjóðarleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2016 14:00 Donald Trump hefur rætt við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, en ekki Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016 Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016
Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira