Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Ritstjórn skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Rihanna kom Puma svo sannarlega aftur á kortið. Mynd/Getty Puma hefur tilkynnt að það sem af er ári hafa sölutölurnar hækkað um 10.2%. Skósalan hækkaði hvað mest, eða um yfir 11%. Eftir margra ára niðursveiflu ákvað Puma að ráða til sín Rihanna sem yfirhönnuð kvennadeildar Puma. Það var greinilegt strax að það mundi virka vel en hún hefur sett upp tískusýningar bæði í New York og París sem hafa báðar slegið í gegn. Skórnir sem hún hannaði í samstarfi við Puma hafa unnið til verðlauna og seldust upp á örskotstundu. Þýska íþróttavörumerkið réð einnig til sín Kylie Jenner og Cara Delevingne sem eru báðar einar af stærstu stjörnum heims í dag. Það hefur greinilega skilað sér því það sem ýtti mest undir þessa auknu sölu var sala á kvennavörum. Slík sala á kvennavörum hjá íþróttamerki er afar sjaldgæft enda eru kvennadeildir bæði Adidas og Nike aðeins brot af karlavörunum þar á bæ. Það er greinilegt að það skilar sér að vera með sterkar kvennfyrirmyndir þegar að það kemur að því að selja íþróttavörur. Mynd/Puma Mest lesið Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Endurgerir klassíska Nike-skó Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour
Puma hefur tilkynnt að það sem af er ári hafa sölutölurnar hækkað um 10.2%. Skósalan hækkaði hvað mest, eða um yfir 11%. Eftir margra ára niðursveiflu ákvað Puma að ráða til sín Rihanna sem yfirhönnuð kvennadeildar Puma. Það var greinilegt strax að það mundi virka vel en hún hefur sett upp tískusýningar bæði í New York og París sem hafa báðar slegið í gegn. Skórnir sem hún hannaði í samstarfi við Puma hafa unnið til verðlauna og seldust upp á örskotstundu. Þýska íþróttavörumerkið réð einnig til sín Kylie Jenner og Cara Delevingne sem eru báðar einar af stærstu stjörnum heims í dag. Það hefur greinilega skilað sér því það sem ýtti mest undir þessa auknu sölu var sala á kvennavörum. Slík sala á kvennavörum hjá íþróttamerki er afar sjaldgæft enda eru kvennadeildir bæði Adidas og Nike aðeins brot af karlavörunum þar á bæ. Það er greinilegt að það skilar sér að vera með sterkar kvennfyrirmyndir þegar að það kemur að því að selja íþróttavörur. Mynd/Puma
Mest lesið Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Opnar sig um óléttuna og Bruce Jenner Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Endurgerir klassíska Nike-skó Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour