Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 12:32 Bjarni Benediktsson. Vísir/Ernir Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37
Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00