Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótar: Kosningarnar stórsigur gegn útskúfunar- og refsihyggjunni Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2016 14:27 Stór skref voru stigin í átt frá ríkjandi refsistefnu í fíknefnamálum í Bandaríkjunum í nýafstöðnum kosningum en Trump gæti sett strik í reikninginn. „Kosningarnar í Bandaríkjunum eru stórsigur gegn útskúfunar- og refsihyggjunni - átta af níu lagabreytingum voru samþykktar,“ segir Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar – samtök um borgaraleg réttindi. Samhliða forsetakosningum var kosið um það í nokkrum ríkjum hvort leyfa eigi notkun kannabis, bæði til almennrar notkunar sem og í lækningaskyni. Aðeins eitt ríki sagði nei, en annars var þetta samþykkt meira og minna.Hvað gerir hinn óútreiknanlegi Trump? „Flórída er fyrsta suðurríkið sem leyfir medical marijuana og Massachusetts fyrsta ríkið á austurströndinni til að lög- og regluvæða kannabismarkaðinn til fulls. Stærstu tíðindin eru að sjálfsögðu lögvæðingin í Kaliforníu, fimmta stærsta hagkerfis í heiminum. Pétur segir það reyndar svo að Donald Trump sé óútreiknanlegur með öllu og alríkið flokki enn kannabis sem eitt hættulegasta vímuefnið á markaðnum - í sama flokk og heróín. „Það er að sjálfsögðu hrein firra - en alríkið ræður. Mesta hættan er að Trump raði ofstækismönnum í ráðuneyti sitt og embættismannakerfið. Þar eru menn eins og Rudy Giuliani, Chris Christie og Newt Gingrich nefndir til sögunnar og þeir eru allir líklegir til að efna til stríðs alríkisins gegn þeim ríkjum sem lögvæða, til dæmis með árásum DEA á sölustaði kannabisefna,“ segir Pétur.Ekkert mál að þjarma að þeim sem standa höllum fæti Pétur bendir á að á móti komi að Trump sjálfur er federalisti og hefur lýst því yfir að ríkin eigi að ráða þessum málum sjálf. Framtíðin er ófyrirsjáanleg á þessu svið sem öðrum undir Trump. „Ópíatafaraldurinn í Bandaríkjunum kann að hafa áhrif í þessu samhengi enda stráfalla hvítir þessa dagana. Það er gömul saga og ný að tilslökunar er helst að vænta þegar stríðið bitnar á hvítum. Meðan það er bundið við hverfi minnihlutahópa er öllum andskotans sama - og fagna jafnvel tækifærum til að þjarma enn harðar að þeim sem höllustum fæti standa.“Gjörbreytt landslag en óvissa framundan Veður eru því válynd þrátt fyrir þessi skref í átt til afglæpavæðingar sem stigin voru í kosningunum. „Já, Ethan Nadelmann hefur til dæmis lýst áhyggjum varðandi framtíð umbóta undir stjórn erkiíhaldsins sem Trump mun raða á jötuna,“ segir Pétur og er ekki að sykra málflutning sinn fremur en fyrri daginn. Maia Szalavitz er einn virtasti „fíkniblaðamaður“ Bandaríkjanna. Hún birti í kjölfar kosninganna grein þar sem hún metur stöðuna svipað og Pétur gerir. Auk þess má benda áhugasömum á ágæta úttekt Drug Policy Alliance í kjölfar kosninganna. Landslagið er gjörbreytt – en framhaldið í fullkominni óvissu.Breytingar í farvatninu á Íslandi Vísir gerði tilraun til að heyra í Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra varðandi það hvort þessi skref sem stigin voru í Bandaríkjunum í kosningunum muni hafa áhrif á stöðu mála hér, en ekki tókst að ná tali af ráðherranum. Kristján Þór skipaði nefnd um þetta mál á sínum tíma sem skilaði skýrslu seint í ágúst síðastliðnum þar sem lagt er til verulegar tilslakanir á regluverkinu í því sem snýr að refsi- og bannstefnunni. Fréttablaðið vann einnig úttekt á málinu fyrir ekki svo löngu síðan en þar kemur fram að þingmenn og fagaðilar sjá fyrir sér að breytingar geti orðið á stefnu sem snúa að fíkniefnum og þá fyrr en seinna. Donald Trump Tengdar fréttir Þrjú ríki Bandaríkjanna leyfa marijúana Samhliða forsetakosningum var kosið um lögleiðingu kanabis-efna í fimm ríkjum. 9. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
„Kosningarnar í Bandaríkjunum eru stórsigur gegn útskúfunar- og refsihyggjunni - átta af níu lagabreytingum voru samþykktar,“ segir Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar – samtök um borgaraleg réttindi. Samhliða forsetakosningum var kosið um það í nokkrum ríkjum hvort leyfa eigi notkun kannabis, bæði til almennrar notkunar sem og í lækningaskyni. Aðeins eitt ríki sagði nei, en annars var þetta samþykkt meira og minna.Hvað gerir hinn óútreiknanlegi Trump? „Flórída er fyrsta suðurríkið sem leyfir medical marijuana og Massachusetts fyrsta ríkið á austurströndinni til að lög- og regluvæða kannabismarkaðinn til fulls. Stærstu tíðindin eru að sjálfsögðu lögvæðingin í Kaliforníu, fimmta stærsta hagkerfis í heiminum. Pétur segir það reyndar svo að Donald Trump sé óútreiknanlegur með öllu og alríkið flokki enn kannabis sem eitt hættulegasta vímuefnið á markaðnum - í sama flokk og heróín. „Það er að sjálfsögðu hrein firra - en alríkið ræður. Mesta hættan er að Trump raði ofstækismönnum í ráðuneyti sitt og embættismannakerfið. Þar eru menn eins og Rudy Giuliani, Chris Christie og Newt Gingrich nefndir til sögunnar og þeir eru allir líklegir til að efna til stríðs alríkisins gegn þeim ríkjum sem lögvæða, til dæmis með árásum DEA á sölustaði kannabisefna,“ segir Pétur.Ekkert mál að þjarma að þeim sem standa höllum fæti Pétur bendir á að á móti komi að Trump sjálfur er federalisti og hefur lýst því yfir að ríkin eigi að ráða þessum málum sjálf. Framtíðin er ófyrirsjáanleg á þessu svið sem öðrum undir Trump. „Ópíatafaraldurinn í Bandaríkjunum kann að hafa áhrif í þessu samhengi enda stráfalla hvítir þessa dagana. Það er gömul saga og ný að tilslökunar er helst að vænta þegar stríðið bitnar á hvítum. Meðan það er bundið við hverfi minnihlutahópa er öllum andskotans sama - og fagna jafnvel tækifærum til að þjarma enn harðar að þeim sem höllustum fæti standa.“Gjörbreytt landslag en óvissa framundan Veður eru því válynd þrátt fyrir þessi skref í átt til afglæpavæðingar sem stigin voru í kosningunum. „Já, Ethan Nadelmann hefur til dæmis lýst áhyggjum varðandi framtíð umbóta undir stjórn erkiíhaldsins sem Trump mun raða á jötuna,“ segir Pétur og er ekki að sykra málflutning sinn fremur en fyrri daginn. Maia Szalavitz er einn virtasti „fíkniblaðamaður“ Bandaríkjanna. Hún birti í kjölfar kosninganna grein þar sem hún metur stöðuna svipað og Pétur gerir. Auk þess má benda áhugasömum á ágæta úttekt Drug Policy Alliance í kjölfar kosninganna. Landslagið er gjörbreytt – en framhaldið í fullkominni óvissu.Breytingar í farvatninu á Íslandi Vísir gerði tilraun til að heyra í Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra varðandi það hvort þessi skref sem stigin voru í Bandaríkjunum í kosningunum muni hafa áhrif á stöðu mála hér, en ekki tókst að ná tali af ráðherranum. Kristján Þór skipaði nefnd um þetta mál á sínum tíma sem skilaði skýrslu seint í ágúst síðastliðnum þar sem lagt er til verulegar tilslakanir á regluverkinu í því sem snýr að refsi- og bannstefnunni. Fréttablaðið vann einnig úttekt á málinu fyrir ekki svo löngu síðan en þar kemur fram að þingmenn og fagaðilar sjá fyrir sér að breytingar geti orðið á stefnu sem snúa að fíkniefnum og þá fyrr en seinna.
Donald Trump Tengdar fréttir Þrjú ríki Bandaríkjanna leyfa marijúana Samhliða forsetakosningum var kosið um lögleiðingu kanabis-efna í fimm ríkjum. 9. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Sjá meira
Þrjú ríki Bandaríkjanna leyfa marijúana Samhliða forsetakosningum var kosið um lögleiðingu kanabis-efna í fimm ríkjum. 9. nóvember 2016 15:15