„Veruleg afstöðubreyting“ í fíkniefnamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 20:44 „Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira