Hafa aflýst norðurljósaferðum fyrir hundruð á hverjum degi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira