Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira