Erlent

Trump skipar Priebus starfsmannastjóra Hvíta hússins

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. 

Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar.

Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.

Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins.

Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.

Hlakka til samstarfsins

„Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann.

Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“

Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í




Fleiri fréttir

Sjá meira


×