Á þessu ári hefur ferill Hadid heldur betur blómstrað. Ekki nóg með það að hún hefur verið að ganga tískupallana hjá öllum helstu tískuhúsunum heldur þá er hún einnig andlit snyrtivörulínu Dior, fyrirsæta ársins að mati GQ, mun ganga í Victoria's Secret tískusýningu og svo núna andlit stærsta íþróttavörumerkis í heimi.
Það verður að segjast að ferilskrá hennar er orðin ansi fjölbreytt og flott enda um hörkuduglega fyrirsætu að ræða.