Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:55 Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy. vísir/vilhelm Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59