Mörg orð í Jómsvíkingasögu eru ekki til annars staðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:15 "Það er gott að þetta er búið, ekki spurning. Ákveðinn léttir,“ segir Þórdís Edda um doktorsvörnina. Vísir/Anton Brink Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp