Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 16:43 Sjálfstæðismenn horfa nú vonglöðum augum til Katrínar og hafa ekki gefið upp alla von um að takist að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30
Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55