Michelle Obama kölluð „api á hælum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 16:39 Fordómafull ummæli í garð forsetafrúar Bandaríkjanna hafa vakið mikla hneykslan vestanhafs. Vísir/Getty „Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan. Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
„Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan.
Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira