Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2016 18:56 Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur. Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur.
Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
„Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15
Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57