Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. nóvember 2016 18:56 Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur. Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur. Mikill hiti er í stéttinni vegna kjaramála og krefjast kennarar tafarlausra breytinga. Samstöðufundur grunnskólakennara var haldinn í troðfullu Háskólabíói í dag. Nemendur í sjöunda bekk Melaskóla urðu ekki mikið vör við það að kennarar ætluðu sér að ganga út frá störfum sínum í dag enda lauk kennslu skömmu áður en kennarar gengu fylktu liði frá skólanum og yfir í Háskólabíó þar sem grasrót kennara hafði boðað til samstöðufundar vegna kjarabaráttu þeirra. Troð fullt var út úr dyrum og þurfum margir að standa í anddyri Háskólabíós og fylgjast þar með ræðuhöldum. „Það er löngu kominn tími til þess að það sé hlustað á okkur. Að mark sé tekið á kröfum okkar í kjaramálum. Núna verður það að gerast. Hversu oft höfum við kennarar ekki látið beygja okkur þegar kjaramál okkar eru annars vegar. Við erum búin að selja allt nema kennarastólana undan okkur,“ sagði Sigrún Björk Cortes, kennari, í ræðu sinni á samstöðufundinum í dag. Fyrsti samningafundur kennara við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara var haldin í gær og næsti fundur er boðaður á morgun en ljóst er að samninganefndirnar fá ekki langan tíma til þess að leggja fram nýjan kjarasamning. En hvað ætli kennarar myndu sætta sig við í mánaðarlaun? „Ætli lágmarkslaun séu ekki allavega 600 þúsund...lágmarks,“ sagði Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, kennari við Lágafellskóla. „Ég vill fá nokkuð góða launahækkun til þess að geta haldið áfram,“ sagði Helga Sveinsdóttir, kennari við Rimaskóla. „Ég yrði alveg ágætlega sátt við 600-700 þúsund. Maður er núna rétt með helminginn af því,“ sagði Þórunn Grétarsdóttir, kennari við Öldutúnsskóla. Hópur kennara hélt svo af samstöðufundinum og yfir í Hagaskóla þar sem borgarstjórn var með fund og vildu þannig koma kröfum sínum betur á framfæri við borgarstjóra. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg betri afkomu borgarinnar og spurningin er mun það skila sér í launaumslag kennara í Reykjavík?„Við bættum við peningum í skólanna í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. En þeir skila sér ekki í launin? „Nei, nei, ekki nema það semjist og þess vegna höfum við og ég beint áskorunum bæði til forystu sambands íslenskra sveitarfélaga og kennara að það verði að nást saman. Ég held að allir átti sig á því að þessi staða sem er í skólanum er ekki góð fyrir skólastarfið þegar til lengri tíma er litið og við erum þess albúin hér í Reykjavík að hefja nýja sókn í skólamálum en á meðan þessi kjaramál eru óleyst að þá yfirskyggir það annað því miður, sagði Dagur.
Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51 „Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15 Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar og sveitarfélögin mætt til samningafundar í Karphúsinu Kennarar hafa verið samningslausir frá því í júní. 14. nóvember 2016 13:51
„Höfum ekki langan tíma" Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls 13. nóvember 2016 18:15
Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna Ragnar Þór Pétursson kennari segir styttast í að kennarar gefist upp. 14. nóvember 2016 18:57