„Ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 19:47 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira