Verkfalli allra sjómanna frestað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 23:30 Grindvískir sjómenn frestuðu verkfalli í kvöld. Vísir/vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars. Verkfall sjómanna Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars.
Verkfall sjómanna Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira