„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 12:02 Bjarni Benediktsson sleit stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn í gær. Í dag gengur Katrín Jakobsdóttir á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta, og fær að öllum líkindum umboð til að mynda ríkisstjórn. vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, heldur til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum sínum við Viðreisn og Bjarta framtíð í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1987 sem þeim sem fyrstur fær umboð til myndunar ríkisstjórnar mistekst ætlunarverk sitt en það var ekki óalgengt á 8. og 9. áratugnum að illa gengi að mynda ríkisstjórn. Þannig tók það tvo mánuði eftir kosningarnar 1974 að mynda ríkisstjórn og þrjá mánuði bæði eftir kosningarnar 1978 annars vegar og 1979 hins vegar. Hvað það mun taka langan tíma núna að mynda ríkisstjórn er ekkert hægt að segja til um og segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvernig ríkisstjórn verði mynduð.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Mun ekki verða auðsótt fyrir Katrínu að mynda fjölflokka stjórn „Það er margt fordæmalaust bæði við þessar kosningar og stjórnarmyndunina þar sem það blasir ekki við nein augljós ríkisstjórn,“ segir Eva Heiða í samtali við Vísi. Líklegast er talið að Katrín reyni að mynda einhvers konar fjölflokka stjórn yfir miðjuna og til vinstri. Eva Heiða segist ekki halda að það verði auðsótt en það sé heldur ekki hægt að útiloka neitt. „Það er svo margt sem er óvanalegt og maður er ekki með eitthvað dæmi í fortíðinni sem maður getur endilega bent á.“ Eva Heiða segir að það myndi koma henni á óvart ef Katrín myndi fyrst snúa sér að Sjálfstæðisflokknum.Meiri líkur á að það takist að mynda ríkisstjórn heldur en stjórnarkreppu „En ég veit náttúrulega ekki hver er annar kostur hjá henni. Þá hefur fólk verið að nefna minnihlutastjórn sem möguleika en ég hef ákveðnar efasemdir um það einfaldlega af því það er ekki hefð fyrir því. Þá er ég ekki heldur viss um að kjósendur myndu skilja það eða „gúddera“ það,“ segir Eva Heiða. Aðspurð telur hún meiri líkur á því að stjórnmálaflokkunum á þingi takist að mynda ríkisstjórn frekar en að hér verði stjórnarkreppa og að forseti þurfi að skipa utanþingsstjórn. „Það verður á endanum mynduð hér ríkisstjórn en það verður kannski ekkert endilega stjórnin sem við sjáum fyrir. Ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn fara saman þá þurfa þau alltaf þriðja flokkinn og ég er alveg viss um að kjósendur beggja þessara flokka, og þá sérstaklega Vinstri grænna, myndi mislíka sú niðurstaða.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, heldur til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum sínum við Viðreisn og Bjarta framtíð í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1987 sem þeim sem fyrstur fær umboð til myndunar ríkisstjórnar mistekst ætlunarverk sitt en það var ekki óalgengt á 8. og 9. áratugnum að illa gengi að mynda ríkisstjórn. Þannig tók það tvo mánuði eftir kosningarnar 1974 að mynda ríkisstjórn og þrjá mánuði bæði eftir kosningarnar 1978 annars vegar og 1979 hins vegar. Hvað það mun taka langan tíma núna að mynda ríkisstjórn er ekkert hægt að segja til um og segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvernig ríkisstjórn verði mynduð.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Mun ekki verða auðsótt fyrir Katrínu að mynda fjölflokka stjórn „Það er margt fordæmalaust bæði við þessar kosningar og stjórnarmyndunina þar sem það blasir ekki við nein augljós ríkisstjórn,“ segir Eva Heiða í samtali við Vísi. Líklegast er talið að Katrín reyni að mynda einhvers konar fjölflokka stjórn yfir miðjuna og til vinstri. Eva Heiða segist ekki halda að það verði auðsótt en það sé heldur ekki hægt að útiloka neitt. „Það er svo margt sem er óvanalegt og maður er ekki með eitthvað dæmi í fortíðinni sem maður getur endilega bent á.“ Eva Heiða segir að það myndi koma henni á óvart ef Katrín myndi fyrst snúa sér að Sjálfstæðisflokknum.Meiri líkur á að það takist að mynda ríkisstjórn heldur en stjórnarkreppu „En ég veit náttúrulega ekki hver er annar kostur hjá henni. Þá hefur fólk verið að nefna minnihlutastjórn sem möguleika en ég hef ákveðnar efasemdir um það einfaldlega af því það er ekki hefð fyrir því. Þá er ég ekki heldur viss um að kjósendur myndu skilja það eða „gúddera“ það,“ segir Eva Heiða. Aðspurð telur hún meiri líkur á því að stjórnmálaflokkunum á þingi takist að mynda ríkisstjórn frekar en að hér verði stjórnarkreppa og að forseti þurfi að skipa utanþingsstjórn. „Það verður á endanum mynduð hér ríkisstjórn en það verður kannski ekkert endilega stjórnin sem við sjáum fyrir. Ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn fara saman þá þurfa þau alltaf þriðja flokkinn og ég er alveg viss um að kjósendur beggja þessara flokka, og þá sérstaklega Vinstri grænna, myndi mislíka sú niðurstaða.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01
Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23