Gunnhildur fer með til Slóvakíu | Ívar valdi bæði Emelíu Ósk og Thelmu Dís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 13:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn