Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira