Katrín segir liggja fyrir eftir helgi hvenær Alþingi kemur saman Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48