Merkel viðurkennir að ekki verði samið um TTIP úr þessu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Barack Obama halda í opinbera heimsókn til Perú. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Donald Trump Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira