Litháar vara við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 13:15 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/GETTY Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius. Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius.
Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira