Helga lyfti meira en 500 kílóum á HM | Tvíbætti Íslandsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Helga Guðmundsdóttir. Mynd/KRAFT/María Guðsteinsdóttir Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri.
Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira