Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2016 17:58 Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum