Bréf Bjarna til flokksmanna: Tækifæri til myndunar þriggja flokka stjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 13:11 Bjarni ræðir við fjölmiðlafólk á Bessastöðum í gær. vísir/friðrik þór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson
Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira