Innlent

Guðni boðar Bjarna á sinn fund

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson á mánudag.
Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson á mánudag. vísir/friðrik þór
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðið Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund á Bessastöðum í dag kl. 11:00. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að Guðni muni ræða við fjölmiðla að fundinum loknum.

Sjá einnig: Bein útsending: Bjarni mætir til fundar við Guðna á Bessastöðum

Á mánudag hitti forsetinn fomenn allra þeirra stjórnmálaflokka sem náðu mönnum inn á þing í kosningunum á laugardag vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar.

Fram kom eftir þá fundi að þau Bjarni, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hafi óskað eftir því að fá umboð til stjórnarmyndunar.

Í gær ræddi forsetinn síðan aftur við þessa þrjá formenn og nú hefur Guðni boðað formann Sjálfstæðisflokksins á Bessastaði, eins og áður segir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×