Nissan hækkar stöðugt á lista yfir verðmætustu vörumerki heims Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 12:30 Nissan Navara. Fimmta árið í röð hækkar Nissan á lista fyrir verðmætustu vörumerki heims samkvæmt úttekt ráðgjafarfyrirtækisins Interbrand sem sérhæfir sig í virði vörumerkja og birtir árlega niðurstöðu sína í skýrslu sem kallast „Best Global Brands Study“. Á þessu ári setur Interbrand Nissan í 43. sæti yfir verðmætustu vörumerki heims sem er hækkun um 6 sæti frá 2015. Að mati Interbrand er Nissan í fjórða sæti á lista yfir vörumerki sem aukið hafa verðmæti sitt mest á undanförnum árum og er Nissan nú metið á meira en 11 milljarða bandaríkjadala. Hjá Nissan er árangurinn fyrst og fremst að þakka skýrri framtíðarsýn og tækniþróun sem miða að framleiðslu á farartækjum framtíðarinnar. Þá hefur Nissan einnið unnið markvisst að því að gera vörumerkið sýnilegra á alþjóðavettvangi, m.a. með kostun á framkvæmd alþjóðaviðburða. Einnig hefur Nissan skapað ákveðna og jákvæða ímynd í kringum vörumerkið sem kallar á gleði og eftirvæntingu og birtist m.a. í þróun og framleiðslu á spennandi ökutækjum sem höfða sterkt til mismunandi markhópa og eiga það um leið sameiginlegt að endurspegla stefnu Nissan í umhverfismálum og markmiði um bætt öryggi í umferðinni. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Fimmta árið í röð hækkar Nissan á lista fyrir verðmætustu vörumerki heims samkvæmt úttekt ráðgjafarfyrirtækisins Interbrand sem sérhæfir sig í virði vörumerkja og birtir árlega niðurstöðu sína í skýrslu sem kallast „Best Global Brands Study“. Á þessu ári setur Interbrand Nissan í 43. sæti yfir verðmætustu vörumerki heims sem er hækkun um 6 sæti frá 2015. Að mati Interbrand er Nissan í fjórða sæti á lista yfir vörumerki sem aukið hafa verðmæti sitt mest á undanförnum árum og er Nissan nú metið á meira en 11 milljarða bandaríkjadala. Hjá Nissan er árangurinn fyrst og fremst að þakka skýrri framtíðarsýn og tækniþróun sem miða að framleiðslu á farartækjum framtíðarinnar. Þá hefur Nissan einnið unnið markvisst að því að gera vörumerkið sýnilegra á alþjóðavettvangi, m.a. með kostun á framkvæmd alþjóðaviðburða. Einnig hefur Nissan skapað ákveðna og jákvæða ímynd í kringum vörumerkið sem kallar á gleði og eftirvæntingu og birtist m.a. í þróun og framleiðslu á spennandi ökutækjum sem höfða sterkt til mismunandi markhópa og eiga það um leið sameiginlegt að endurspegla stefnu Nissan í umhverfismálum og markmiði um bætt öryggi í umferðinni.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent