Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2016 12:07 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29