108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt | Myndbönd Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 08:00 Leikmenn Cubs fögnuðu eðlilega eins og óðir væru í leikslok. vísir/getty Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli. Rimma Cubs og Cleveland Indians, sem hefur ekki unnið síðan 1948, fór í oddaleik og aukalotu. Að lokum vann Cubs, 8-7. Það sem meira er þá lenti Cubs 3-1 undir í einvíginu en vann þrjá leiki í röð til þess að tryggja sér titilinn. Efni í góða Disney-mynd. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og lætin hófust strax með fyrsta manni sem gerði sér lítið fyrir og sló boltann út fyrir völlinn og kom Cubs í 1-0. Það var aðeins reykurinn af réttunum því leikurinn var ótrúlega dramatískur. Cubs komst í 3-1 og svo 5-1 en ótrúleg mistök hjá grípara Cubs hleypti Indians aftur inn í leikinn. Svona var dramatíkin allan leikinn. Cubs missti niður 6-3 forskot í 8. lotu og því varð að framlengja. Þar héldu taugar Cubs. Árið 1945 var lögð bölvun á Cubs er bareigandanum Billy Sianis var hent út af heimavelli Cubs ásamt geit sem hann kom með. Þá lagði hann bölvun á liðið að það myndi aldrei aftur vinna titilinn. Á þá bölvun, sem kölluð hefur verið The Billy goat, hefur verið trúað allt þar til í nótt. Það varð allt gjörsamlega vitlaust í Chicago í nótt en áhorfendur fjölmenntu á heimavöll Cubs til að fylgjast með þó svo leikurinn hefði verið spilaður í Cleveland. Líklega frekar léleg mæting í vinnu þar í borg í dag.The moment.#WorldSeries pres. by @TMobile pic.twitter.com/CsrG5yvfII— MLB (@MLB) November 3, 2016 The whole Chicago mood right now. pic.twitter.com/6o3d4jirGA— Miles Harrison (@KingMjh_) November 3, 2016 Read it and weep.https://t.co/RsjMFqGZck #CHAMPS pic.twitter.com/ebpScxP8wT— MLB (@MLB) November 3, 2016 The billy goat is dead!! As I've said, from the beginning, I'm getting too old for this! #GoCubsGo #FlytheW pic.twitter.com/iCOL6A3s1i— Bob Newhart (@BobNewhart) November 3, 2016 Think Bill Murray would sign up for this day, every day?https://t.co/vNw7OXO1mA #CHAMPS pic.twitter.com/GnLzSijGkb— MLB (@MLB) November 3, 2016 People will come, Wrigleyville. People will most definitely come. #CHAMPS pic.twitter.com/1l7hzaBkjk— MLB (@MLB) November 3, 2016 It happened: @Cubs win World Series. That's change even this South Sider can believe in. Want to come to the White House before I leave?— President Obama (@POTUS) November 3, 2016 1908: “Take Me Out to the Ballgame” is written.2016: @Cubs fans finally root, root, root for the #WorldSeries #CHAMPS. pic.twitter.com/btLcTOlsL2— MLB (@MLB) November 3, 2016 The 108-year drought is over, Wrigleyville parties through the final out pic.twitter.com/IQSLxnLY1U— Darren Rovell (@darrenrovell) November 3, 2016 Go-ahead run in Wrigleyville pic.twitter.com/ABuBt2TYxP— Darren Rovell (@darrenrovell) November 3, 2016 Erlendar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli. Rimma Cubs og Cleveland Indians, sem hefur ekki unnið síðan 1948, fór í oddaleik og aukalotu. Að lokum vann Cubs, 8-7. Það sem meira er þá lenti Cubs 3-1 undir í einvíginu en vann þrjá leiki í röð til þess að tryggja sér titilinn. Efni í góða Disney-mynd. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og lætin hófust strax með fyrsta manni sem gerði sér lítið fyrir og sló boltann út fyrir völlinn og kom Cubs í 1-0. Það var aðeins reykurinn af réttunum því leikurinn var ótrúlega dramatískur. Cubs komst í 3-1 og svo 5-1 en ótrúleg mistök hjá grípara Cubs hleypti Indians aftur inn í leikinn. Svona var dramatíkin allan leikinn. Cubs missti niður 6-3 forskot í 8. lotu og því varð að framlengja. Þar héldu taugar Cubs. Árið 1945 var lögð bölvun á Cubs er bareigandanum Billy Sianis var hent út af heimavelli Cubs ásamt geit sem hann kom með. Þá lagði hann bölvun á liðið að það myndi aldrei aftur vinna titilinn. Á þá bölvun, sem kölluð hefur verið The Billy goat, hefur verið trúað allt þar til í nótt. Það varð allt gjörsamlega vitlaust í Chicago í nótt en áhorfendur fjölmenntu á heimavöll Cubs til að fylgjast með þó svo leikurinn hefði verið spilaður í Cleveland. Líklega frekar léleg mæting í vinnu þar í borg í dag.The moment.#WorldSeries pres. by @TMobile pic.twitter.com/CsrG5yvfII— MLB (@MLB) November 3, 2016 The whole Chicago mood right now. pic.twitter.com/6o3d4jirGA— Miles Harrison (@KingMjh_) November 3, 2016 Read it and weep.https://t.co/RsjMFqGZck #CHAMPS pic.twitter.com/ebpScxP8wT— MLB (@MLB) November 3, 2016 The billy goat is dead!! As I've said, from the beginning, I'm getting too old for this! #GoCubsGo #FlytheW pic.twitter.com/iCOL6A3s1i— Bob Newhart (@BobNewhart) November 3, 2016 Think Bill Murray would sign up for this day, every day?https://t.co/vNw7OXO1mA #CHAMPS pic.twitter.com/GnLzSijGkb— MLB (@MLB) November 3, 2016 People will come, Wrigleyville. People will most definitely come. #CHAMPS pic.twitter.com/1l7hzaBkjk— MLB (@MLB) November 3, 2016 It happened: @Cubs win World Series. That's change even this South Sider can believe in. Want to come to the White House before I leave?— President Obama (@POTUS) November 3, 2016 1908: “Take Me Out to the Ballgame” is written.2016: @Cubs fans finally root, root, root for the #WorldSeries #CHAMPS. pic.twitter.com/btLcTOlsL2— MLB (@MLB) November 3, 2016 The 108-year drought is over, Wrigleyville parties through the final out pic.twitter.com/IQSLxnLY1U— Darren Rovell (@darrenrovell) November 3, 2016 Go-ahead run in Wrigleyville pic.twitter.com/ABuBt2TYxP— Darren Rovell (@darrenrovell) November 3, 2016
Erlendar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira