Benedikt verði forsætisráðherra Snærós Sindradóttir skrifar 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttarr var í öðru bandalagi fyrir kosningar með Pírötum, VG og Samfylkingu. vísir/Anton Brink Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15
Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15