Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 17:45 Dósent í stjórnmálafræði segir formann Viðreisnar í lykilstöðu í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. vísir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00