Nektarmynd þess markahæsta með norska bikarinn fjarlægð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 07:30 Glæsilegur Gytkjær. mynd/instagram Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira