Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:25 Forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni stjórnarmyndunarumboð í síðustu viku. Vísir/Ernir Lengsta ríkisstjórnarmyndun lýðveldissögunnar tók hartnær tvö ár. Fimm dagar eru því ekki langur tími til stjórnarmyndunarviðræðna. Þó er eðlilegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili stjórnarmyndunarumboðinu sjái hann sér ekki fært að mynda stjórn. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson ræddi við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í síma í gær og má ætla að þeir hafi farið yfir stöðu viðræðna. „Það er bara í samræmi við það sem um var rætt. Guðni sagði þarna á miðvikudaginn þegar hann fól honum stjórnarmyndunarumboðið að hann myndi vilja fá uppfærslu um helgina um hvernig gengi,“ segir Stefanía í samtali við Vísi. „Guðni hafði líka tekið fram að Bjarni hefði fengið umboðið í fyrstu atrennu. Hann lagði síðan áherslu á „núna“ og „eins og sakir standa“ og eitthvað þess háttar. Hann heldur umboðinu svo lengi sem hann getur sýnt fram á að það sé eitthvað að gerast hjá honum. En það hlýtur þá í dag að skýrast betur línur.“Tryggja verður stuðning meirihluta Aðspurð segir Stefanía líklegt að Bjarni missi stjórnarmyndunarumboðið ef hann geti ekki sýnt fram á að hann hafi stuðning þingmeirihluta. „Ef að það fer þannig að Bjarna tekst ekki að tryggja meirihluta við sína ríkisstjórn þá fer umboðið eitthvert annað.“ Hún segir þó að ekki þurfi að bíða eftir umboði forseta. „Þeir flokkar sem geta og treysta sér til að vinna saman og tryggja meirihluta þeir mynda ríkisstjórn. Það veltur á hversu mikið þurfi að gefa eftir eða ekki í málefnunum. Björt framtíð og Viðreisn eru í lykilstöðu, eins og var rætt fyrir helgi, svo lengi sem Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn ná ekki saman. En ef það opnast einhver brú þar á milli þá væru Viðreisn og Björt framtíð kannski úr myndinni.“ Mikil spenna er um hvernig Bjarna takist til að mynda ríkisstjórn og töluverðar þreyfingar hafa verið í þeim málum síðustu daga. „Það er heilmikið í gangi ábyggilega bakvið tjöldin. Þetta stendur og fellur með hvað fólk er tilbúið til að gefa eftir í sínum stefnumálum. Því lengra sem er á milli stjórnmálaflokkanna hugmyndafræðilega því meiri tilslakanir.“Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísirFjöldi flokka gerir viðræður snúnari „En ef maður talar sérstaklega um Viðreisn, sem byrjaði sem klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Þá er mikilvægt fyrir þau að fá það fram að það sé eitthvert líf í þessari Evrópusambandsumsókn og að einhverjar tilslakanir í kvótamálum og ég gæti ímyndað mér að Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn séu ekkert að flýta sér að gefa eftir í þeim efnum. Þá á sama tíma er spurning hversu mikið Viðreisn geti gengið til vinstri. Og svo hvort það náist þarna á milli sjálfstæðisflokks og VG.“ Stefanía segir að fjöldi flokka geri viðræðurnar snúnari og að von ætti að vera á fréttum frá Bjarna á allra næstu dögum. „Ég myndi halda að það hlyti að koma eitthvað frá honum Bjarna núna um hvort hann treystir sér til þess að mynda stjórn. Ef það kemur þá erum við komin á næsta stig. En jafnvel þó að formlegar viðræður hefjist þá er ekki þar með sagt að það geti ekki slitnað upp úr því. En það er spurning, þetta hlýtur að skýrast í dag eða á morgun betur hvað Bjarni getur gert.“Lengsta stjórnarmyndunin tók tvö ár Samkvæmt Stefaníu eru engin takmörk fyrir því hversu lengi stjórnarmyndunarumræður mega standa yfir og bendir á að lengstu stjórnarmyndunarviðræður sögunnar tóku hartnær tvö ár. „Það var árið 1942 og þá gekk bara alls ekki að mynda ríkisstjórn. Þá greip forsetinn til þess ráðs að mynda utanþingsstjórn. Hann fékk fimm menn sem voru ekki á þingi til að vera ráðherrar og mynda ríkisstjórn á meðan þetta var í þessum ógöngum og sú ríkisstjórn sat í 20 mánuði. Á endanum tókst Sjálfstæðisflokki og Sósíalistaflokknum, sem var þá lengst til vinstri, og Alþýðuflokknum að mynda ríkisstjórn. Þá fór þessi utanþingsstjórn frá og ný ríkisstjórn tók við. En það er það lengsta. Stundum hefur þetta tekið allt upp í tvo mánuði eða eitthvað svoleiðis. Þetta var oft sérstaklega snúið á fimmta áratugnum og áttunda áratugnum. En síðan hefur þetta gengið frekar hratt og vel fyrir sig. Sérstaklega frá 1991 og fram að þessum tíma núna. En það var fyrirséð að þetta gæti verið snúið núna af því að flokkarnir eru margir og þeir eru svo litlir.“ Stefanía segir þó að búast megi við fréttum frá viðræðum hvað á hverju, en þá séu viðræðurnar alls ekki búnar. „Hann hlýtur að finna það hvort það sé einhver séns fyrir hann að mynda meirihluta eða ekki. Ef hann telur það sé séns þá býður hann flokkum til viðræðna og þeir setjast niður. En það er ekki þar með sagt að það gangi upp. En ef hann finnur að það gangi ekki þá verður hann að skila umboðinu og einhver annar að prófa.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben á Bessastöðum: „Mun ræða við alla“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, mætti til fundar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands klukkan 11. 2. nóvember 2016 11:05 Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Kom henni ekki á óvart að Bjarni hafi fengið umboðið. 2. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lengsta ríkisstjórnarmyndun lýðveldissögunnar tók hartnær tvö ár. Fimm dagar eru því ekki langur tími til stjórnarmyndunarviðræðna. Þó er eðlilegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili stjórnarmyndunarumboðinu sjái hann sér ekki fært að mynda stjórn. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. Bjarni Benediktsson ræddi við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í síma í gær og má ætla að þeir hafi farið yfir stöðu viðræðna. „Það er bara í samræmi við það sem um var rætt. Guðni sagði þarna á miðvikudaginn þegar hann fól honum stjórnarmyndunarumboðið að hann myndi vilja fá uppfærslu um helgina um hvernig gengi,“ segir Stefanía í samtali við Vísi. „Guðni hafði líka tekið fram að Bjarni hefði fengið umboðið í fyrstu atrennu. Hann lagði síðan áherslu á „núna“ og „eins og sakir standa“ og eitthvað þess háttar. Hann heldur umboðinu svo lengi sem hann getur sýnt fram á að það sé eitthvað að gerast hjá honum. En það hlýtur þá í dag að skýrast betur línur.“Tryggja verður stuðning meirihluta Aðspurð segir Stefanía líklegt að Bjarni missi stjórnarmyndunarumboðið ef hann geti ekki sýnt fram á að hann hafi stuðning þingmeirihluta. „Ef að það fer þannig að Bjarna tekst ekki að tryggja meirihluta við sína ríkisstjórn þá fer umboðið eitthvert annað.“ Hún segir þó að ekki þurfi að bíða eftir umboði forseta. „Þeir flokkar sem geta og treysta sér til að vinna saman og tryggja meirihluta þeir mynda ríkisstjórn. Það veltur á hversu mikið þurfi að gefa eftir eða ekki í málefnunum. Björt framtíð og Viðreisn eru í lykilstöðu, eins og var rætt fyrir helgi, svo lengi sem Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn ná ekki saman. En ef það opnast einhver brú þar á milli þá væru Viðreisn og Björt framtíð kannski úr myndinni.“ Mikil spenna er um hvernig Bjarna takist til að mynda ríkisstjórn og töluverðar þreyfingar hafa verið í þeim málum síðustu daga. „Það er heilmikið í gangi ábyggilega bakvið tjöldin. Þetta stendur og fellur með hvað fólk er tilbúið til að gefa eftir í sínum stefnumálum. Því lengra sem er á milli stjórnmálaflokkanna hugmyndafræðilega því meiri tilslakanir.“Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísirFjöldi flokka gerir viðræður snúnari „En ef maður talar sérstaklega um Viðreisn, sem byrjaði sem klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Þá er mikilvægt fyrir þau að fá það fram að það sé eitthvert líf í þessari Evrópusambandsumsókn og að einhverjar tilslakanir í kvótamálum og ég gæti ímyndað mér að Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn séu ekkert að flýta sér að gefa eftir í þeim efnum. Þá á sama tíma er spurning hversu mikið Viðreisn geti gengið til vinstri. Og svo hvort það náist þarna á milli sjálfstæðisflokks og VG.“ Stefanía segir að fjöldi flokka geri viðræðurnar snúnari og að von ætti að vera á fréttum frá Bjarna á allra næstu dögum. „Ég myndi halda að það hlyti að koma eitthvað frá honum Bjarna núna um hvort hann treystir sér til þess að mynda stjórn. Ef það kemur þá erum við komin á næsta stig. En jafnvel þó að formlegar viðræður hefjist þá er ekki þar með sagt að það geti ekki slitnað upp úr því. En það er spurning, þetta hlýtur að skýrast í dag eða á morgun betur hvað Bjarni getur gert.“Lengsta stjórnarmyndunin tók tvö ár Samkvæmt Stefaníu eru engin takmörk fyrir því hversu lengi stjórnarmyndunarumræður mega standa yfir og bendir á að lengstu stjórnarmyndunarviðræður sögunnar tóku hartnær tvö ár. „Það var árið 1942 og þá gekk bara alls ekki að mynda ríkisstjórn. Þá greip forsetinn til þess ráðs að mynda utanþingsstjórn. Hann fékk fimm menn sem voru ekki á þingi til að vera ráðherrar og mynda ríkisstjórn á meðan þetta var í þessum ógöngum og sú ríkisstjórn sat í 20 mánuði. Á endanum tókst Sjálfstæðisflokki og Sósíalistaflokknum, sem var þá lengst til vinstri, og Alþýðuflokknum að mynda ríkisstjórn. Þá fór þessi utanþingsstjórn frá og ný ríkisstjórn tók við. En það er það lengsta. Stundum hefur þetta tekið allt upp í tvo mánuði eða eitthvað svoleiðis. Þetta var oft sérstaklega snúið á fimmta áratugnum og áttunda áratugnum. En síðan hefur þetta gengið frekar hratt og vel fyrir sig. Sérstaklega frá 1991 og fram að þessum tíma núna. En það var fyrirséð að þetta gæti verið snúið núna af því að flokkarnir eru margir og þeir eru svo litlir.“ Stefanía segir þó að búast megi við fréttum frá viðræðum hvað á hverju, en þá séu viðræðurnar alls ekki búnar. „Hann hlýtur að finna það hvort það sé einhver séns fyrir hann að mynda meirihluta eða ekki. Ef hann telur það sé séns þá býður hann flokkum til viðræðna og þeir setjast niður. En það er ekki þar með sagt að það gangi upp. En ef hann finnur að það gangi ekki þá verður hann að skila umboðinu og einhver annar að prófa.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben á Bessastöðum: „Mun ræða við alla“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, mætti til fundar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands klukkan 11. 2. nóvember 2016 11:05 Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Kom henni ekki á óvart að Bjarni hafi fengið umboðið. 2. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjarni Ben á Bessastöðum: „Mun ræða við alla“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, mætti til fundar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands klukkan 11. 2. nóvember 2016 11:05
Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Kom henni ekki á óvart að Bjarni hafi fengið umboðið. 2. nóvember 2016 12:45