Tesla kaupir þýskt tæknifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 16:45 Frá verksmiðju Tesla í Fremont. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent