Nýir þingmenn á skólabekk í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Nýr þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er farinn að hlakka svo til þingstarfa að hann var þegar kominn í Alþingishúsið í gær. Þar gluggaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Anton Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“ Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“
Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira