Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 11:30 Ísak Ernir Kristinsson er einn besti dómarinn í Domino's-deildinni. vísir/anton brink Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira
Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15