Innlent

Sigríður Ingibjörg veltir fyrir sér stofnun fyrirtækis með Helga Hrafni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Helgi Hrafn og Sigríður Ingibjörg á kosningavöku Pírata.
Helgi Hrafn og Sigríður Ingibjörg á kosningavöku Pírata.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, velti fyrir sér stofnun fyrirtækis með Helga Hrafni Gunnarssyni Pírata í Risastóra kosningaþættinum á Stöð 2 í kvöld. Sigríður Ingibjörg var stödd í heimsókn í kosningavöku Pírata þegar fréttamaður spurði hana út í hugmyndina.

„Nú er það þannig að í nótt þá verður Helgi fyrrverandi þingmaður og ég sá það í Gallupkönnuninni í gær að það eru allar líkur á að ég verði það líka. Svo ég ákvað bara að koma og hitta Helga af því hann er æði og spyrja hvort við getum ekki stofnað saman fyrirtæki. Ég er ógeðslega praktísk og hann er sjúklega klár,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Engar tölur höfðu verið birtar þegar viðtalið var tekið en samkvæmt nýjustu tölum er Sigríður Ingibjörg inni sem jöfnunarþingmaður.

Helgi Hrafn svaraði því að aldrei ætti að útiloka brjálaðar hugmyndir. „Við gætum stofnað fyrirtæki sem til dæmis býr til flokka. Við getum kallað það fjölflokkinn eða eitthvað slíkt,“ sagði hann.

Þá sagði Sigríður Ingibjörg að ef hið fyrirhugaða fyrirtæki byggi til þúsund flokka myndi það virka eins og persónukjör sem hún sagði alla kalla eftir. „Ég meina við erum með mjög góðar hugmyndir.  Ég er svona miðaldra kerling, hann ungur tölvunörd.  Ég held það gæti verið mjög margt spennandi í því.“

Hún minntist einnig á að nýir þingmenn yrðu margir eftir kosningarnar. Mörg tækifæri væru í því varðandi ráðgjöf.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×