Talningu lauk fyrst í Reykjavíkurkjördæmi norður um klukkan 4:15 í nótt og um klukkustund síðar lauk talningu í Reykjavíkurkjördæmi suður. Lokatölur hafa verið að detta inn í morgunsárið og eins og staðan er núna eiga lokatölur einungis eftir að koma frá Norðvesturkjördæmi.
Fylgst hefur verið með gangi mála í allt nótt í Kosningavakt Vísis sem sjá má hér að neðan. Vísir mun áfram standa vaktina í allan dag.